Viðskipti erlent

Ekkert verður af sölunni á Storebrand

Viðskipti með hlutabréf í Storebrand eru komin í gang aftur á markaðinum í Osló. Hinsvegar verður ekkert af sölunni á 5,5% hlut Kaupþings í Storebrand eins og til stóð.

Í tilkynningu til kauphallarinnar í Osló segir að ekkert hafi orðið af sölunni vegna andstöðu Kaupþings á Íslandi við hana. Það var hinsvegar skilanefnd Kaupþings í Noregi sem sett hafði hlutinn til sölu.

Eftir að opnað var fyrir viðskipti með Storebrand aftur hafa hlutabréfin hækkað um 12%.

Fram kemur í frétt á Bloomberg um málið að töluverð umfram eftirspurn hafi verið eftir þessum hlut í Storebrand.

Bloomberg hefur eftir Matti Ahokas greinenda hjá Handelsbanken í Svíþjóð að eftirspurnin hafi verið það mikil að eigendur bréfanna þurfi ekki að losa sig við þau með afslætti.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×