Viðskipti erlent

Kreppan dregur úr hagnaði French Connection

Verslunarkeðjan French Connection hefur sent frá sér afkomuviðvörun og segir að samdráttur í neyslu almennings muni draga úr hagnaði. Baugur er einn af eigendum keðjunnar gegnum félagið Unity.

Í frétt um málið á BBC segir að sala þess á mánuðunum þremur fram að 30. október hafi verið "aðeins minni en á sama tímabili á síðasta ári."

Þótt að salan í Bretlandi, þar sem nýjar verslanir voru opnaðar, hafi aukist um 1% á fyrrgreindu tímabili minnkaði hún í Bandaríkjunum um 10%.

French Connection segir nú að varkárni gæti í væntingum þeirra fyrir jólavertíðina sem framundan er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×