Viðskipti erlent

LÍÚ sættir sig við gjaldeyrislög þótt þau séu óæskileg

Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að þótt engin óski eftir gjaldeyrislögum á borð við þau sem samþykkt voru á alþingi muni samtökin sætta sig við þau.

"Það hefur verið margítrekið stefna okkar að menn eigi að koma með allan þann gjaldeyri sem þeir afla inn í landið," segir Friðrik Arngrímsson en bendir jafnframt á að sökum þess ólags sem verið hafa á gjaldeyrisviðskiptunum undanfarnar vikur geti slíkt tekið tíma.

"Menn hafa þurft að fara ýmsar hjáleiðir eins og að senda gjaldeyri frá Bretlandi fyrst inn á reikninga í Noregi áður en hægt hefur verið að senda þá til Íslands," segir Friðrik. "Þetta tekur allt tíma og menn verða að sýna skilning á því."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×