Viðskipti erlent

Green hættir við kaup á Moss Bros, gengið bréfa féll um þriðjung

Philip Green er hættur við að kaupa Moss Bros og féll gengi hlutabréfa í verslunarkeðjunni um þriðjung við þau tíðindi. Baugur seldi Green 28% hlut sinn í Moss Bros þann 12. nóvember á 25 pens á hlut eða 40% yfir þáverandi markaðsverði keðjunnar.

Green segir í samtali við The Independent að nú sé ekki rétti tíminn til að taka yfir Moss Bros. "Það er of mikið að gerast hjá okkur í augnablikinu og mörg önnur tilboð sem bjóðast," segir Green.

Talið er að Moss fjölskyldan, sem á stærstan hlut í verslunarkeðjunni, hafi viljað fá 1 pund á hlut í sölu til Green en flestir telja það verð mjög óraunhæft.

Við fréttirnar um að Green hefði ekki lengur áhuga á kaupunum fór verð á hlutnum úr 27 pensum og niður í 17 pens sem er 37% lækkun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×