Viðskipti erlent

Iceland hefur áhuga á hluta af verslunum Woolworths

Kapphlaup er nú í gangi um að selja rúmlega 800 verslanir Woolworths keðjunnar í Bretlandi þar sem stór húsaleigureikningur er framundan fyrir jólin. Þetta kemur fram í Financial Times. Meðal áhugasamra kaupenda er lágvöruverslanakeðjan Iceland sem er að hluta til í eigu Baugs.

Skiptastjórar Woolworths hafa ákveðið að fela CBRE það verkefni að selja eins mikið af verslununum eins og hægt er fyrir jólin. Auk Iceland hafa Aldi og Lidl áhuga á að kaupa einhvern hluta af verslunum Woolworths.

Malcolm Walker forstjóri Iceland segir að þeir hafi áhuga á einhverjum af verslununum og hann bætir því við að það hafi aðrir örugglega líka þrátt fyrir árferðið.

Financial Times rifjar það upp að Iceland og hópur fjárfesta undir forystu Baugs hafi viljað kaupa Woolworths í september fyrir 50 milljón pund en því tilboði hafi snarlega verið hafnað af stjórn Woolworths.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×