Viðskipti erlent

Áliðnaðurinn orðin stærsta einstaka útflutningsgreinin

Áliðnaðurinn hefur nú fest sig í sessi sem stærsta einstaka útflutningsgrein Íslendinga, mælt í útflutningstekjum, en tekjur af álútflutningi hafa verið meiri en tekjur af sjávarútvegi samfleytt síðan í maí.

Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Glitnis um vöruskiptin í október í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir m.a. að hér verði þó að hafa í huga að innfluttur hráefniskostnaður er til muna meiri í áliðnaði en sjávarútvegi auk þess sem hagnaður af álvinnslu rennur til erlendra eigenda, og síðarnefnda greinin hefur því ennþá vinninginn hvað varðar hreinar gjaldeyristekjur.

Álútflutningur tvöfaldaðist milli ára, reiknað á föstu gengi, og nam hann 20,5 milljörðum kr. í október. Útflutningstekjur af sjávarafurðum voru hins vegar um 20% minni í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra á föstu gengi og námu þær 18 milljörðum kr..










Fleiri fréttir

Sjá meira


×