Fleiri fréttir

Nýr þjálfari Fram

Ólafur H. Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í Fram. Ólafur starfaði áður hjá AGF í Árósum.

Eradze til ÍBV

Roland Eradze leikmaður Vals og landsliðsmarkaður í handknattleik, gekk í dag frá munnlegu samkomulagi við ÍBV og mun leika með liðinu á næstu leiktíð í handboltanum hér heima. Þýska liðið Tusem Essen var að undirbúa tilboð í Eradze sem átti að berast í dag en Roland, sem er Georgíumaður með íslenskt ríkisfang, ákvað að ganga til liðs við ÍBV.

Ísland sigraði Noreg

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, 20 ára og yngri, sigraði Noreg 32:24 á opna Norðurlandamótinu í Handknattleik í Svíþjóð í dag. Arnór Atlason KA var markahæstur í liðinu með átta mörk og á eftir kom Jóhann Gunnarsson með fimm mörk.

Snorri hættur hjá KKÍ

Snorri Sturluson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri KKÍ á morgun eftir aðeins tæpa tvo mánuði í starfi. Hannes Birgir Hjálmarsson hefur verið ráðinn í hans stað.

Draumur Portúgala á lífi

Portúgalir eru komnir í úrslitaleik stórmóts í knattspyrnu í fyrsta sinn en í gærkvöld lögðu þeir Hollendinga að velli, 2-1, í bráðskemmtilegum undanúrslitaleik sem fram fór á José Alvalade leikvanginum í Lissabon.

Valencia í mál við Benitez

Spænska liðið Valencia hefur höfðað mál á hendur fyrrum þjálfara þess, Rafael Benitez, en þeir telja hann hafa framið samningsbrot þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra hjá enska liðinu Liverpool.

Hasselbaink yfirgefur Chelsea

<font face="Helv"> Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink hefur yfirgefið herbúðir enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. </font>

U-17 kvenna keppir á NM

Íslenska 17 ára landslið kvenna hefur lokið tveimur leikjum á Norðurlandamótinu sem fram fer í Kaupmannahöfn.

Hólmfríður frá um tíma

KR-konur eru komnar á gott flug í Landsbankadeild kvenna en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og náð 10 stigum af síðustu 12 mögulegum. Það hefur einkum verið frammistaða eins leikmanns sem hefur gert útslagið í undanförnum fjórum leikjum

Grískir leikmenn eru eftirsóttir

Gríska landsliðið hefur komið mörgum sinnum á óvart á Evrópumótinu í Portúgal, allt frá því þeir unnu gestgjafana í Portúgal í opnunarleik mótsins, skildu Spánverja eftir í riðlinum eða þar til að þeir slógu út Evrópumeistara Frakka í átta liða úrslitunum.

Samonella í Aþenu?

Matsölustaðir í og við Aþenu hafa fengið rauða spjaldið frá matvælayfirvöldum í landinu og það aðeins nokkrum vikum áður en Ólympíuleikarnir hefjast þar í borg.

Minna á meistarana frá 1976

Fyrrum þjálfari tékkneska landsliðsins, Jozef Venglos, segir að núverandi landslið sem mætir Grikkjum í undanúrslitum Evrópukeppninnar í kvöld, minni sig mikið á Evrópumeistaralið Tékka frá 1976

Sókn á móti vörn

Tékkland mætir Grikklandi í undanúrslitum EM í Portúgal í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18.45 en hann fer fram á Dragao-leikvanginum í Porto.

Enska reglan gildir ekki á Íslandi

Vegna fjölda fyrirspurna vildi skrifstofa KSÍ koma á framfæri reglum um hlutgengi leikmanna í bikarkeppninni en það gilda ekki sömu reglur og oft gilda erlendis um að leikmaður megi bara spila með einu liði í bikarnum.

Larsson búinn að semja við Barca

Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur gert tveggja ára samning við spænska liðið Barcelona en hann ákvað að söðla um eftir sjö ár með Celtic

McGrady og Francis skipta um félög

NBA-liðin Orlando Magic og Houston Rockets komu sér saman í gær um að skiptast á aðalstjörnum sínum, Tracy McGrady fer frá Orlando til Houston sem í staðinn fá Steve Francis.

Vanvirtu friðhelgi einkalífsins

UEFA hefur snúist til varnar fyrir hönd svissneska dómarans Urs Meier sem hefur verið tekinn af lífi af stórum hluta ensku pressunnar eftir leik Englands og Portúgals í átta liða úrslitum EM. Pressan í Englandi kennir Meier um tapið gegn Portúgal og segja að hann hafi dæmt af fullkomlega löglegt mark.

Knattspyrnuleikir kvöldsins

Tveir leikir verða í Landsbankadeildinni karla í kvöld. Fylkir keppir við ÍBV og Akranes við Víking og hefjast báðir leikirnir klukkan 19:15.

Larsson til Barcelona

Sænski knattspyrnumaðurinn Henrik Larsson gengur í dag til liðs við Barcelona. Larsson er 32 ára og hefur undanfarin ár spilað með skoska liðinu Glasgow Celtic.

Helveg ekki áfram hjá Inter

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Helveg verður ekki áfram í herbúðum Inter Mílan. Ítalska liðið ákvað að endurnýja ekki samninginn við hinn 33 ára Helveg. Hann hefur undanfarin tíu ár spilað á Ítalíu, fyrst með Udinese og síðan AC Mílan og Inter Mílan. Everton hefur áhuga á því að fá hann í sínar raðir.

Barthez hættur?

Fabian Barthez, landsliðsmarkvörður Frakka, gaf í morgun til kynna að hann myndi hætta að spila með franska landsliðinu.

Geolgau hættur hjá Fram

Þjálfari úrvalsdeildarliðs Fram í knattspyrnu, Ion Geolgau, er hættur störfum hjá liðinu. Hann óskaði í morgun eftir að verða leystur undan störfum og varð stjórn félagsins við beiðni hans. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram. </font /></span />

Sharapova og Davenport áfram

Maria Sharapova frá Rússlandi og Lindsey Davenport, Bandaríkjunum, eru komnar í undanúrslit Wimbledon-mótsins í tennis eftir sigra í fjórðungsúrslitum í dag.

Óvæntur sigur Víkings

Nýliðar Víkings í Landsbankadeildinni komu verulega á óvart í kvöld er þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu ÍA, 0-1, á Akranesi.

Tvennur frá Hólmfríði og Guðlaugu

KR-konur unnu sinn þriðja leik í röð í Landsbankadeild kvenna þegar þær unnu Stjörnuna, 5–1 á KR-vellinum í kvöld.  Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir skoruðu báðir tvö mörk auk þess að leggja upp eitt fyrir hvora aðra.

Sex mörk ÍBV í fyrri hálfleik

Eyjastelpur héldu áfram markaveislu sinni á heimavelli sínum við Hástein. ÍBV-liðið hefur spilað fjóra leiki og unnið þá með markatölunni, 33–1.  ÍBV-liðið er nú fjórum stigum á eftir Val sem er á toppnum en næsti leikur er stórleikur liðanna á Hlíðarenda næstkomandi mánudag.

Helveg á förum frá Ítalíu

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Helveg segist vera á förum frá Ítalska liðinu Inter Mílanó. "Ég verð ekki áfram hjá Inter en það er ekki komið á hreint hvert ég mun fara. Næsta skref er að ráðfæra mig við umboðsmann minn en helst af öllu vildi ég vera áfram á Ítalíu.

Fyrsta tap Fylkis

ÍBV vann óvæntan sigur á Fylki í Árbænum í kvöld en þetta var fyrsta tap Fylkis í Landsbankadeildinni í sumar. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 60. mínútu.

Deco vill til Barcelona

Portúgalinn Deco hefur gefið sterklega í skyn að hann vilji færa sig um set til nágrannalandsins Spánar. Eftir frábæra frammistöðu í vetur með Portó þar sem liðið hampaði bæði meistaradeildartitlinum og þeim portúgalska er Deco afar eftirsóttur leikmaður.

Mistök að kaupa Beckham

Ákvörðun forseta Real Madrid, Florentino Perez, þess efnis að kaupa David Beckham var ein af aðalástæðunum fyrir slæmu gengi liðsins á nýliðinni leiktíð, en þá stóð Real Madrid uppi titlalaust í fyrsta sinn í fimm ár.

Blússandi sóknarbolti á EM í kvöld

Portúgalar mæta Hollendingum í undanúrslitum EM í kvöld og verður væntanlega mikið um dýrðir, innanvallar sem utan. Leikurinn fer fram í Lissabon á hinum glæsilega Jose Alvalade leikvangi.

Poborský með flestar stoðsendingar

Það er Tékkinn Karel Poborský sem hefur lagt upp flest mörk á Evrópumótinu í Portúgal til þessa en Poborský hefur átt alls fjórar stoðsendingar í fjórum leikjum Tékka í keppninni þar af tvær þeirra gegn Dönum í átta liða úrslitunum.

Þetta var ekki gult spjald

Forráðamenn tékkneska landsliðsins hafa biðlað til UEFA um að endurskoða gula spjaldið sem fyrirliði þeirra, Pavel Nedved, fékk að líta í 3-0 sigri Tékka á Dönum í átta liða úrslitunum.

Óvæntir útisigrar ÍBV og Víkings

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í lokaleikjum áttundu umferðar Landsbankadeildar karla í gær. Víkingar unnu 0–2 sigur á ÍA á Akranesi og Eyjamenn lögðu topplið Fylkismanna, 1–2, í Árbænum. Fyrir vikið galopnaðist bæði toppbaráttan og botnbaráttan.

Shaq selur húsið sitt

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Shaquille O´Neal gaf það út að hann vildi fara frá LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta en hann bað þá um að vera skipt til annars liðs. Í fyrstu tóku fjölmiðlamenn ytra þessari yfirlýsingu mátulega alvarlega en nú bendir flest til að stóra manninum sé fullkomlega alvara

Geolgau gafst upp hjá Fram

Rúmeninn Ion Geolgau fór fram á það í gær að vera leystur undan störfum sem þjálfari Fram í knattspyrnu. Það var bón sem stjórn rekstrarfélags meistaraflokks Fram var ekki í miklum vandræðum með að samþykkja.

Keflvíkingar sjálfum sér verstir

Nýliðar Keflavíkur byrjuðu leik í Landsbankadeild karla af miklum krafti og liðið sat í toppsæti deildarinnar eftir fyrstu þrjár umferðirnar með sjö stig. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina hjá liðinu sem hefur aðeins fengið þrjú stig út úr síðustu fimm leikjum.

Merk dæmir úrslitaleikinn

Þýski tannlæknirinn Markus Merk fær þann heiður að dæma úrslitaleik EM í Portúgal sem fram fer á sunnudag

Perez svarar Beckham fullum hálsi

Florentino Perez, forseti Real Madrid, ætlar ekki að láta David Beckham ganga yfir sig á skítugum skónum en Beckham sagði að ástæða þess að hann hefði ekki verið upp á sitt besta á EM væri sú að það væri ekki æft nógu mikið hjá Real.

Sand hættur með landsliðinu

Danski landsliðsmaðurinn Ebbe Sand tilkynnti í dag að hann væri hættur að leika með danska landsliðinu aðeins 31 árs að aldri.

Hver tekur við Frökkum?

Frakkar bíða eftir því með óþreyju þessa dagana hver verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari. Fjórir koma til greina en Jean Tigana er talinn vera efstur á blaði hjá franska knattspyrnusambandinu.

Völler styður Hitzfeld

Rudi Völler, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja, vill að Ottmar Hitzfeld, fyrrum þjálfari Bayern Munchen, taki við þýska landsliðinu.

Andrade klár í slaginn

Portúgalski varnarmaðurinn Jorge Andrade hefur jafnað sig af ökklameiðslum sem hann hlaut gegn Englendingum og mun spila undanúrslitaleikinn gegn Hollendingum á miðvikudag.

Sjá næstu 50 fréttir