Sport

U-17 kvenna keppir á NM

Íslenska 17 ára landslið kvenna hefur lokið tveimur leikjum á Norðurlandamótinu sem fram fer í Kaupmannahöfn. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum fyrir Svíum, 0-6, en gerði í gær jafntefli, 2-2, í hörkuleik gegn Norðmönnum á Opna Norðurlandamótinu. Sandra Sif Magnúsdóttir kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik en þær norsku svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari.  Fyrirliðinn Greta Mjöll Samúelsdóttir jafnaði metin um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Bæði Sandra Sif og Greta Mjöll leika með Breiðabliki og þegar farnar að spila stórt hlutverk í meistaraflokksliði félagsins. Næsti leikur er við Þýskaland á föstudaginn en Þýskaland vann Noreg, 4-1, í fyrsta leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×