Sport

Hólmfríður frá um tíma

KR-konur eru komnar á gott flug í Landsbankadeild kvenna en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og náð 10 stigum af síðustu 12 mögulegum. Það hefur einkum verið frammistaða eins leikmanns sem hefur gert útslagið í undanförnum fjórum leikjum því í þeim hefur hin tvítuga Hólmfríður Magnúsdóttir fengið 9 bolta frá blaðamönnum DV, þrisvar sinnum verið valin best á vellinum, skorað sjö mörk og lagt upp önnur átta. Hólmfríður hefur því komið með beinum hætti að 15 af 21 marki KR-liðsins í þessum fjórum leikjum sem er frábært frammistaða. Það er því von að KR-ingar hafi orðið áhyggjufullir þegar Hólmfríður þurfti að yfirgefa völlinn í lok 5-1 sigurs á Stjörnunni í fyrrakvöld, meidd á kálfa. KR-liðið spilar næst gegn Þór/KA/KS á Akureyri á mánudaginn kemur þar sem liðið spilar tvisvar á fjórum dögum en á föstudeginum þar á eftir mætast liðin á sama stað í bikarnum. Það er því fyrir öllu fyrir KR að Hólmfríður verði orðin klár í slaginn fyrir leikina fyrir norðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×