Nóg að gera hjá Keflvíkingum 30. júní 2004 00:01 Íslands- og bikarmeistarar síðustu tveggja ára í Keflavík standa í stórræðum á næsta tímabili. Þeir taka þátt í bikarkeppni Evrópu líkt og í fyrravetur þar sem þeir stóðu sig vel og unnu þrjá af fjórum heimaleikjum sínum gegn liðum frá Portúgal og Frakklandi. Það verður dregið í riðla á laugardaginn kemur í München í Þýskalandi og það kemur fram á heimasíðu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur að fulltrúar Keflavíkur verða á staðnum og reyna að nota tækifærið, líkt og í fyrra, til að ná hagstæðum leikdögum með tilliti til ferðakostnaðar. Í fyrra tókst sem dæmi að leika tvo leiki í sömu ferð til Portúgals og sparari það töluvert fé en það eru leikmennirnir og stjórnarmenn sem standa fyrir fjáröflun fyrir Evrópukeppnina. Ekki er víst hvernig þessum liðum verður raðað í riðla, en ljóst er þó að niðurröðunin verður svæðisbundin líkt og í fyrra þegar Keflavík spilaði í vesturdeildinni og var í riðli með tveimur portúgölskum liðum og einu frönsku. Á heimasíðu þeirra Keflvíkinga kemur fram að ekki sé ólíklegt að liðið mæti liðum frá Danmörku, Frakklandi og Portúgal að þessu sinni. Athygli vekur að félög frá Ítalíu, Spáni og Grikklandi taka ekki þátt í þessari keppni, en þau hafa stofnað með sér sérstaka deild, svokallaða ULEB-deild. Á vegum FIBA eru tvær keppnir, meistaradeild Evrópu (FIBA Europe League) og bikarkeppni Evrópu (FIBA Europe Cup). Í þeirri fyrrnefndu leika 32 lið en 33 í bikarkeppninni. Á vegum ULEB leika 42 lið í ULEB-deild. Auk þátttöku í bikarkeppni Fiba mun Keflavík einnig leika í meistaramóti félagsliða á Norðulöndum í haust, en þegar er ljóst að meistarnir frá Íslandi, Noregi og Finnlandi taka þátt. Afar líklegt er líka að Plannja, meistararnir frá Svíþjóð, taki þátt, en þeir eru afar sterkir og skarta m.a. tveimur sterkum Könum og öðrum tveimur öflugum leikmönnum frá Litháen. Sú keppni verður leikin á fjórum dögum í lok september. Bikarkeppni Evrópu hefst væntanlega í nóvember. Það stefnir því í viðburðaríkan vetur í Keflavík en þrátt fyrir mikið álag í fyrra vann liðið þrjá af fimm titlum í boði og spilaði allar keppnir fram í úrslitaleik. Hámarksfjöldi leikja var spilaður í deild (22), bikar (5), fyrirtækjabikar (6), meistarakeppni (1) og úrslitakeppni (12). Keflavík spilaði því alls 46 leiki í keppnum heima og svo átta Evrópuleiki til viðbótar eða samtals 54 keppnisleiki á tæpum sjö mánuðum. Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar síðustu tveggja ára í Keflavík standa í stórræðum á næsta tímabili. Þeir taka þátt í bikarkeppni Evrópu líkt og í fyrravetur þar sem þeir stóðu sig vel og unnu þrjá af fjórum heimaleikjum sínum gegn liðum frá Portúgal og Frakklandi. Það verður dregið í riðla á laugardaginn kemur í München í Þýskalandi og það kemur fram á heimasíðu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur að fulltrúar Keflavíkur verða á staðnum og reyna að nota tækifærið, líkt og í fyrra, til að ná hagstæðum leikdögum með tilliti til ferðakostnaðar. Í fyrra tókst sem dæmi að leika tvo leiki í sömu ferð til Portúgals og sparari það töluvert fé en það eru leikmennirnir og stjórnarmenn sem standa fyrir fjáröflun fyrir Evrópukeppnina. Ekki er víst hvernig þessum liðum verður raðað í riðla, en ljóst er þó að niðurröðunin verður svæðisbundin líkt og í fyrra þegar Keflavík spilaði í vesturdeildinni og var í riðli með tveimur portúgölskum liðum og einu frönsku. Á heimasíðu þeirra Keflvíkinga kemur fram að ekki sé ólíklegt að liðið mæti liðum frá Danmörku, Frakklandi og Portúgal að þessu sinni. Athygli vekur að félög frá Ítalíu, Spáni og Grikklandi taka ekki þátt í þessari keppni, en þau hafa stofnað með sér sérstaka deild, svokallaða ULEB-deild. Á vegum FIBA eru tvær keppnir, meistaradeild Evrópu (FIBA Europe League) og bikarkeppni Evrópu (FIBA Europe Cup). Í þeirri fyrrnefndu leika 32 lið en 33 í bikarkeppninni. Á vegum ULEB leika 42 lið í ULEB-deild. Auk þátttöku í bikarkeppni Fiba mun Keflavík einnig leika í meistaramóti félagsliða á Norðulöndum í haust, en þegar er ljóst að meistarnir frá Íslandi, Noregi og Finnlandi taka þátt. Afar líklegt er líka að Plannja, meistararnir frá Svíþjóð, taki þátt, en þeir eru afar sterkir og skarta m.a. tveimur sterkum Könum og öðrum tveimur öflugum leikmönnum frá Litháen. Sú keppni verður leikin á fjórum dögum í lok september. Bikarkeppni Evrópu hefst væntanlega í nóvember. Það stefnir því í viðburðaríkan vetur í Keflavík en þrátt fyrir mikið álag í fyrra vann liðið þrjá af fimm titlum í boði og spilaði allar keppnir fram í úrslitaleik. Hámarksfjöldi leikja var spilaður í deild (22), bikar (5), fyrirtækjabikar (6), meistarakeppni (1) og úrslitakeppni (12). Keflavík spilaði því alls 46 leiki í keppnum heima og svo átta Evrópuleiki til viðbótar eða samtals 54 keppnisleiki á tæpum sjö mánuðum.
Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira