Sport

Mistök að kaupa Beckham

 Ákvörðun forseta Real Madrid, Florentino Perez, þess efnis að kaupa David Beckham var ein af aðalástæðunum fyrir slæmu gengi liðsins á nýliðinni leiktíð, en þá stóð Real Madrid uppi titlalaust í fyrsta sinn í fimm ár. Þetta segir fyrrum forseti Real Madrid, Lorenzo Sanz, sem stefnir að því að velta Perez úr sessi í forsetakosningum félagsins í næsta mánuði en þessir tveir kappar áttust við fyrir fjórum árum. "Liðið eins og það er í dag er ekkert annað en lið sem er stútfullt af stórstjörnum án jafnvægis. Það er deginum ljósara að það var fáránleg ákvörðun að kaupa David Beckham og leyfa Claude Makelele að fara. Þá höfðum við líka Luiz Figo og var það ekki nóg? Mér sýnist sem svo að aðalástæðan fyrir kaupunum á Beckham hafi verið af markaðslegum toga en ekki fótboltalegum. Ásýnd félagsins nú er ekki góð, við lítum út fyrir að vera hrokafullir og liðið skortir alla auðmýkt. Nú verðum við að snúa við blaðinu og búa til þétt lið sem er í jafnvægi, innan vallar sem utan," sagði Lorenzo Sanz.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×