Sport

Geolgau hættur hjá Fram

Þjálfari úrvalsdeildarliðs Fram í knattspyrnu, Ion Geolgau, er hættur störfum hjá liðinu. Hann óskaði í morgun eftir að verða leystur undan störfum og varð stjórn félagsins við beiðni hans. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram. Geolgau taldi sig ekki vera að ná þeim árangri sem að var stefnt og taldi eðlilegast að skipt yrði um þjálfara til að reyna að bjarga félaginu úr þeim vandræðum sem félagið er nú í. Hann vonar að félagið nái að rétta hlut sinn í Landsbankadeildinni í sumar enda með mannskap og umgjörð til að það markmið náist. Stjórni Fram segist harma að svona hafi farið. Stjórnin hefur þegar hafið leit að arftaka Ion Geolgau og mun væntanlega verða gengið frá þeim málum á allra næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×