Sókn á móti vörn 30. júní 2004 00:01 Tékkland mætir Grikklandi í undanúrslitum EM í Portúgal í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18.45 en hann fer fram á Dragao-leikvanginum í Porto. Tékkar hafa þótt sýna mjög skemmtilega knattspyrnu á mótinu og unnið marga sér til fylgis og flestir sparksérfræðingar eru á því að hér fari besta lið Evrópu í dag. Liðið er frábærlega skipað frá a til ö og ólíkt öðrum stórþjóðum hefur liðið verið léttleikandi en það virðist vera algjört bannorð hjá stórþjóðum á borð við Þýskaland, England, Ítalíu og jafnvel Frakklandi. Tékkar hafa einu sinni hampað Evrópumeistaratitlinum, árið 1976 lögðu þeir þýska stálið í úrslitaleik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Liðið var síðan mjög nálægt titlinum árið 1996 en þá sneru Þjóðverjar við blaðinu og hefndu fyrir tapið 1976 með sigri í framlengingu. Sá leikmaður sem hvað mesta athygli hefur vakið hjá Tékkum er Milan Barros en þó er frekar ósanngjarnt að nefna einn leikmann í svona frábærlega skipuðu landsliði sem heldur merki skemmtilegs fótbolta hvað hæst á lofti í heiminum í dag. Grikkland er allt öðruvísi lið sem komið hefur gífurlega á óvart í þessari keppni og árangur þess núna er sá langbesti í þeirra knattspyrnusögu. Þeir eru með þýskan þjálfara við stjórnvölinn, Otto Rehhagel, og leikur liðsins ber þess glöggt merki. Þéttur varnarleikur er einkennismerki liðsins og segja má að hann hafi fleytt þeim alla þessa leið. Hvað miðjuspil og sóknarleik varðar gerir liðið alveg nóg þótt seint verði það sakað um glæsileika á velli. En lið sem sigrar Portúgala á heimavelli og slær síðan út best mannaða landslið allra tíma, Frakkand, hvað sem andleysi þeirra líður, á ekkert annað en hrós skilið sem og virðingu - þjálfarinn hefur metið stöðuna hárrétt og fær allt sem hægt er að kreista út úr liðinu og það hefur dugað gegn bestu landsliðum álfunnar. Enginn afskrifar Grikkina lengur og það myndi ekki koma mikið á óvart þótt þeir næðu góðum árangri gegn Tékkum. Flestir reikna reyndar með sigri Tékkanna og aðdáendur skemmtilegrar knattspyrnu vonast eindregið til þess. Á hinn bóginn verður því ekki neitað að það er gaman að Grikkjunum. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Tékkland mætir Grikklandi í undanúrslitum EM í Portúgal í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18.45 en hann fer fram á Dragao-leikvanginum í Porto. Tékkar hafa þótt sýna mjög skemmtilega knattspyrnu á mótinu og unnið marga sér til fylgis og flestir sparksérfræðingar eru á því að hér fari besta lið Evrópu í dag. Liðið er frábærlega skipað frá a til ö og ólíkt öðrum stórþjóðum hefur liðið verið léttleikandi en það virðist vera algjört bannorð hjá stórþjóðum á borð við Þýskaland, England, Ítalíu og jafnvel Frakklandi. Tékkar hafa einu sinni hampað Evrópumeistaratitlinum, árið 1976 lögðu þeir þýska stálið í úrslitaleik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Liðið var síðan mjög nálægt titlinum árið 1996 en þá sneru Þjóðverjar við blaðinu og hefndu fyrir tapið 1976 með sigri í framlengingu. Sá leikmaður sem hvað mesta athygli hefur vakið hjá Tékkum er Milan Barros en þó er frekar ósanngjarnt að nefna einn leikmann í svona frábærlega skipuðu landsliði sem heldur merki skemmtilegs fótbolta hvað hæst á lofti í heiminum í dag. Grikkland er allt öðruvísi lið sem komið hefur gífurlega á óvart í þessari keppni og árangur þess núna er sá langbesti í þeirra knattspyrnusögu. Þeir eru með þýskan þjálfara við stjórnvölinn, Otto Rehhagel, og leikur liðsins ber þess glöggt merki. Þéttur varnarleikur er einkennismerki liðsins og segja má að hann hafi fleytt þeim alla þessa leið. Hvað miðjuspil og sóknarleik varðar gerir liðið alveg nóg þótt seint verði það sakað um glæsileika á velli. En lið sem sigrar Portúgala á heimavelli og slær síðan út best mannaða landslið allra tíma, Frakkand, hvað sem andleysi þeirra líður, á ekkert annað en hrós skilið sem og virðingu - þjálfarinn hefur metið stöðuna hárrétt og fær allt sem hægt er að kreista út úr liðinu og það hefur dugað gegn bestu landsliðum álfunnar. Enginn afskrifar Grikkina lengur og það myndi ekki koma mikið á óvart þótt þeir næðu góðum árangri gegn Tékkum. Flestir reikna reyndar með sigri Tékkanna og aðdáendur skemmtilegrar knattspyrnu vonast eindregið til þess. Á hinn bóginn verður því ekki neitað að það er gaman að Grikkjunum.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira