Sport

Sand hættur með landsliðinu

Danski landsliðsmaðurinn Ebbe Sand tilkynnti í dag að hann væri hættur að leika með danska landsliðinu aðeins 31 árs að aldri. Sand segír að ákvörðunin hafi ekki verið mjög erfið þar sem líkami hans ráði ekki lengur við að spila bæði með félagsliði og landsliði. Hann spilar með þýska félaginu Schalke og þar sem þeir borga honum laun er mjög eðlilegt að hann setji alla sína krafta í að vinna fyrir félagið. Sand hefur gengið í gegnum ýmislegt á sínum ferli og varð hann að leggja skóna á hilluna um tíma árið 1998 er hann greindist með krabbamein í eistum. Hann vann sig út úr þeim veikindum og inn í danska landsliðið sem gladdi landa hans mikið. Sand lék 66 landsleiki fyrir Dani og skoraði 22 mörk í þeim leikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×