Sport

Merk dæmir úrslitaleikinn

Þýski tannlæknirinn Markus Merk fær þann heiður að dæma úrslitaleik EM í Portúgal sem fram fer á sunnudag. Þessi 42 ára Þjóðverji hefur þótt dæma með afbrigðum vel á mótinu og uppskeran er í samræmi við það. Margir vonuðust til þess að ítalski skallapopparinn Pierluigi Collina fengi að dæma úrslitaleikinn þar sem þetta er hans síðasta stórmót en af því varð ekki. Collina mun aftur á móti dæma undanúrslitaleik Hollendinga og Portúgala. Svíinn Anders Frisk mun dæma hinn undanúrslitaleikinn sem er á milli Tékka og Grikkja. Lengi vel var búist við því að svissneski dómarinn Urs Maier myndi dæma úrslitaleikinn en hasarinn í kringum leik Englands og Portúgals hefur gert það að verkum að hann hefur lokið keppni á mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×