Fleiri fréttir

Gylfi skoraði sitt sjötta mark

Gylfi Einarsson skoraði sjötta mark sitt í norsku úrvalsdeildinni í gær þegar lið hans, Lilleström, sigraði Brann með fimm mörkum gegn einu í Björgvin. Í heildina er Gylfi búinn að skora 10 mörk í norska boltanum á þessari leiktíð.

Tigana eða Blanc næsti þjálfari?

Tveir þykja koma til greina sem næsti þjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu, Jean Tigana og Laurent Blanc. Báðir léku þeir í mörg ár með landsliðinu en Tigana hefur það fram yfir Blanc að hafa verið knattspyrnustjóri, bæði hjá Monaco og Fulham.

Isaksson þrefaldar verðgildi sitt

Forystumenn sænska liðsins Djurgarden naga sig nú í handarbökin fyrir að hafa verið of fljótir að selja markvörðinn Andreas Isaksson. Þegar Evrópumótið hófst var Isaksson til þess að gera lítt þekktur utan Svíþjóðar.

Davenport í 5. umferð á Wimbledon

Lindsey Davenport, sem er í 5. sæti heimslistans í tennis, komst í fimmtu umferð á Wimbledon mótinu í tennis nú fyrir stundu. Hún vann Veru Zvonarevu frá Rússlandi í tveimur settum.

FH-ingar unnu Fram í Laugardalnum

FH-ingar unnu Framara í kvöld, 1-2, en þetta var fyrsti sigur Hafnarfjarðarliðsins á Fram í Laugardalnum í tíu ár. Varnarmennirnir Sverrir Garðarsson og Freyr Bjarnason sáu um markaskorunina í leiknum en með þessum sigri eru FH-ingar komnir með 15 stig í 2. sæti Landsbankadeildar karla.

Þriðja tap Keflvíkinga í röð

Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð í kvöld þegar Grindavík vann nágrannaslag liðanna í Grindavík, 3-2. Keflvíkingar urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark þriðja leikinn í röð en markatala Keflavíkur í þessum þremur leikjum er 2-9. Grindvíkingar komust upp fyrir Keflvíkinga í 6. sæti Landsbankadeildar karla

Sigurður ánægður með Belgaleikina

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfubolta, var ánægður með útkomuna úr landsleikjunum þremur gegn Belgum um helgina. "Ég er nokkuð sáttur með niðurstöðuna úr þessum þremur leikjum og gott fyrir okkur að vinna þetta lið, því þeir eru í A-riðli Evrópu en við í B-riðli. Það má alveg segja að við höfum fengið að vita það sem við þurftum að vita eftir þessa leiki og með mikilli vinnu tekst okkur að komast þangað sem við ætlum okkur."

Blanc og Tigana líklegastir

Eins og alþjóð er kunnugt hætti Jaques Santini þjálfun franska knattspyrnulandsliðsins eftir EM í Portúgal en hann var búinn að tilkynna um þá ákvörðun fyrir keppnina og að hann myndi taka við enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur. Víst er að Santini hefði verið látinn fara hefði hann ekki verið búinn að tilkynna þetta því árangur Frakka á EM var ömurlegur.

Lét Liverpool-hjartað ráða för

Tilkynnt var á blaðamannafundi í gærdag að Steven Gerrard myndi vera áfram í herbúðum Liverpool. Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi um að hann væri á leiðinni til Chelsea sem ku hafa verið tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir Gerrard.

Danir teknir silkihönskum heima

Dönsku blöðin fóru mildum höndum um danska landsliðið eftir 0-3 tap þess gegn Tékkum í átta liða úrslitum á EM í Portúgal. Blöðin eru flest á því að árangur liðsins á EM hafi verið góður og það eitt og sér að komast í átta liða úrslitin hafi verið sigur því mörgum stórþjóðum tókst það ekki - til að mynda Ítalíu, Þýskalandi.

Ebbe Sand lýkur keppni

Danski framherjinn Ebbe Sand tilkynnti eftir tapið gegn Tékkum í átta liða úrslitum EM í Portúgal að hann hefði leikið sinn síðasta landsleik. Sand, sem er 31 árs, hefur átt mjög góðan feril með danska landsliðinu en fyrir það lék hann 66 landsleiki og skoraði í þeim 22 mörk.

Vanvirtu friðhelgi einkalífsins

UEFA hefur snúist til varnar fyrir hönd svissneska dómarans Urs Meier sem hefur verið tekinn af lífi af stórum hluta ensku pressunnar eftir leik Englands og Portúgals í átta liða úrslitum EM. Pressan í Englandi kennir Meier um tapið gegn Portúgal og segja að hann hafi dæmt af fullkomlega löglegt mark.

Markus Merk dæmir úrslitaleikinn

Þýski knattspyrnudómarinn Markus Merk dæmir úrslitaleik EM í Portúgal á sunnudag. Markus Merk er 42 ára tannlæknir frá Kaiserslautern en honum til aðstoðar í úrslitaleiknum verða landar hans, Christian Schraer og Jan-Hendrik Salver.

Fallfnykur af Frömurum

Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í gær. FH lagði slaka Framara og Grindavík vann heimasigur gegn Keflavík.Falldraugurinn er mættur og áttavitinn segir honum að fara beint í Safamýri. Þar búa Framarar sem hafa ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og miðað við frammistöðuna í síðustu leikjum þá vinna þeir ekki fleiri í sumar.

Ísland vann Belga í körfubolta

Íslenska landsliðið í körfubolta vann Belga með eins stigs mun í Stykkishólmi í gær. Staðan var 77 - 76 , í þriðju viðureign liðanna á jafn mörgum dögum, en Íslendingar töpuðu tveimur fyrstu leikjunum. Það var Páll Axel Vilbergsson sem tryggði Íslendingum sigur með körfu á síðustu sekúndum leiksins.

Birgir Leifur í 7-11 sæti

Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr Golfklúbbi Garðabæjar lék á 74 höggum á öðrum degi á Hydró Texaco mótinu í Noregi í gær og er í sjöunda til ellefta sæti. Hann er samtals á fjórum höggum undir pari, fimm höggum á eftir fyrsta manni Erik Tage Johansen.

Valsmenn efstir í 1. deild

Sjöunda umferðin í 1. deild karla í knattspyrnu var leikin í gær. HK sigraði Þrótt á Valbjarnarvelli , 1 - 0, en það var Viktor Viktorsson sem skoraði mark HK manna. Pétur Sigurðsson kom Blikum yfir gegn Vali í Kópavogi en Mattíhas Guðmundsson jafnaði leikinn fyrir Val, 1 - 1, sem urðu lokatölur í Kópavogi.

Figo ekki í fýlu

Luis Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að Luis Figo sé ekki í fýlu en annað mátti halda er honum var skipt af velli gegn Englendingum

Tyson fer sjálfur út með ruslið

Yngsti hnefaleikameistari sögunnar, Mike Tyson, sem hefur unnið sér inn 250 milljónir dollara á ferlinum, er á hausnum, býr einn í þriggja herbergja íbúð og þarf sjálfur að fara út með ruslið.

HK þjarmar að Val

HK er farið að anda ofan í hálsmálið hjá Valsmönnum eftir leiki gærdagsins í 1. deildinni. Þeir lögðu Þrótt á Valbjarnarvelli, 0-1, með marki Viktors Knúts Viktorssonar

Breska pressan í stríð við Maier

Svissneski dómarinn Urs Maier á ekki sjö dagana sæla nú um stundir. Ensku blöðin ætla ekki að fyrirgefa honum fyrir að hafa dæmt mark Sol Campbell af í leik Englendinga og Portúgals á fimmtudag

KA lagði KR

KA-menn unnu sinn fyrsta heimasigur á tímabilinu í dag þegar Íslandsmeistarar KR komu í heimsókn til Akureyrar. KA vann 3-2

Jafnt hjá Dönum og Tékkum

Það er markalaust í leikhléi hjá Dönum og Tékkum í síðasta leik átta liða úrslita EM í Portúgal.

3-0 fyrir Tékka

Tékkar eru komnir í 3-0 gegn Dönum. Mörk númer tvö og þrjú gerði Milan Baros, leikmaður Liverpool.

Tékkar komnir í undanúrslit

Tékkar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM er þeir unnu sannfærandi sigur á Dönum, 3-0. Milan Baros var hetja þeirra en hann skoraði tvö mörk og Jan Koller eitt. Tékkar mæta Grikkjum í undanúrslitum.

Ekki dæma mig fyrir fram

Jacques Santini, landsliðsþjálfari Frakka, hefur hvatt stuðningsmenn Tottenham Hotspur til þess að dæma sig ekki fyrir fram eftir slaka frammistöðu Frakka á EM í Portúgal.

Minna æft í Madrid

Enski landsliðsfyrirliðinn, David Beckham, er á því að slök frammistaða hans á EM í Portúgal sé að hluta til að kenna lélegu líkamlegu formi sem megi rekja til lélegs æfingaprógramms hjá Real Madrid

Owen vill ekki missa Gerrard

Enski landsliðsframherjinn, Michael Owen, hefur nú sett pressu á félagið sitt Liverpool varðandi hugsanlega sölu á Steven Gerrard til Chelsea.

Baros vildi fara frá Liverpool

Milan Baros, sóknarmaður Tékka sem hefur slegið í gegn á EM, sagði frá því í gær að hann hefði farið frá Liverpool í sumar ef Gerard Houllier hefði haldið áfram sem framkvæmdastjóri liðsins.

Larsson til Barcelona

Sænski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Glasgow Celtic, Henrik Larsson, er á leiðinni til spænska stórliðsins Barcelona.

Van der Saar er létt

Edwin van der Saar, markvörður Hollendinga, segir að það hafi verið mikill léttir og enn meiri ánægja sem fylgdi því að liðið náði loksins að hafa betur í vítaspyrnukeppni.

Kappróður í Tungufljóti

Keppt var í "Ofurflúðakappróðri" í Tungufljóti á föstudagskvöldið. Veður var gott en níu keppendur spreyttu sig í fljótinu. Mót þetta er annað í röð fjögurra móta sem gefa stig til Íslandsmeistaratitils. Erlendur Magnússon bar sigur úr bítum en myndir af mótinu má sjá á heimasíðu Kayakklúbbsins <a href="http://www.this.is/kayak" target="_blank">this.is/kayak</a>

Gent komið yfir gegn Fylki

Belgíska liðið Gent er komið yfir gegn Fylki í síðari leik liðanna í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu. Sandy Martens skoraði mark Gent á 26. mínútu með skoti úr markteig eftir aukaspyrnu.

Fylkir úr leik í Evrópukeppni

Fylkir er úr leik í Intertoto-keppninni í knattspyrnu. Liðið tapaði með einu marki gegn engu fyrir belgíska liðinu Gent á Laugardalsvelli. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Gent 2-1.

Holland komið í undanúrslit

Hollendingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum EM í kvöld þegar þeir sigruðu Svía í vítaspyrnukeppni. Hollendingar munu mæta heimamönnum í Portúgal í undanúrslitum

Engin ólæti í Englendingum

Það var lítið sofið í Lissabon í nótt, þar sem aðdáendur landsliðsins í knattspyrnu fögnuðu fram undir morgun eftir að liðið bar sigurorð af Englendingum í gærkvöldi. Þúsundir söfnuðust saman í miðborginni og sungu "We are the Champions" hástöfum. Enskir knattspyrnuaðdáendur tóku ósigrinum karlmannlega og fer engum sögum af ólátum.

KR mætir Shelbourne

KR mætir írsku meisturunum Shelbourne í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrri leikur liðanna fer fram hér heima miðvikudaginn 14. júlí og sá síðari miðvikudaginn 21. júlí.

FH til Wales en ÍA til Eistlands

Nú í hádeginu var dregið í fyrstu umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en tvö íslensk lið, FH og ÍA, voru í pottinum. FH drógst gegn velska liðinu Haverfordwest County en Skagamenn fara til Eistlands og mæta.FC TVMK Tallinn

Beckham áfram fyrirliði

David Beckham, fyrirliði Englendinga, var reiður á blaðamannafundi daginn eftir tapleikinn gegn Portúgölum þegar leiðtogahlutverk hans var dregið í efa.

Toldo hættur með landsliðinu

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Francesco Toldo hefur tilkynnt að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik.

Hamann vildi Völler áfram

Þýski miðvallarleikmaðurinn, Dietmar Hamann, er vonsvikinn vegna ákvörðunar Rudis Völler að hætta stjórnun þýska landsliðsins í kjölfar slælegs gengis á EM í Portúgal.

Frakkar úr leik!

Hið ómögulega varð að veruleika í Evrópukeppninni í kvöld- stórlið Frakka var slegið út af spútnikliði Grikkja.

Lippi byrjar í Laugardalnum

Það verður Marcello Lippi sem tekur við af Giovanni Trapattoni sem þjálfari ítalska landsliðsins í knattspyrnu en eins og kunnugt er sátu Ítalir eftir í C-riðli Evrópukeppninnar þar sem Svíar og Danir fóru í átta liða úrslit.

Fylkir mætir Gent í dag

Fylkismenn mæta í dag belgíska liðinu Gent í seinni leik liðanna í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar. Gent vann fyrri leikinn 2-1 þar sem öll mörk leiksins komu úr vítaspyrnum.

Sjá næstu 50 fréttir