Sport

Hasselbaink yfirgefur Chelsea

Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink hefur yfirgefið herbúðir enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. Þetta hefur umboðsmaður hans, Humphry Nijman, staðfest: "Við náðum samkomulagi við Chelsea og Jimmy er nú frjáls ferða sinna." Hinn þrjátíu og tveggja ára gamli Hasselbaink hefur verið orðaður við skosku stórliðin, Glasgow Celtic og Glasgow Rangers: "Það eru nokkur önnur lið áhugasöm en Jimmy hefði ekkert á móti því að spila í Skotlandi en auðvitað munum við skoða öll tilboð vandlega," sagði Nijman og bætti við: "Eitt félag hefur þegar gert Jimmy tilboð en ég vil ekki greina frá hvaða félag það er að svo stöddu. Þá fékk Jimmy á sínum tíma mjög gott tilboð frá Japan en hann var ekki tilbúinn að flytja búferlum þangað. Jimmy er mjög metnaðarfullur leikmaður og vill fara þangað sem hann getur unnið titla."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×