Sport

Hver tekur við Frökkum?

Frakkar bíða eftir því með óþreyju þessa dagana hver verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari. Fjórir koma til greina en Jean Tigana er talinn vera efstur á blaði hjá franska knattspyrnusambandinu. Tigana lék í frægu landsliði Frakka sem vann EM 1984 og hefur verið dáður í landinu síðan. Hann þjálfaði áður Monaco og Fulham með góðum árangri. Það kemur talsvert á óvart að gamla varnartröllið Laurent Blanc sé annar á blaði en hann lagði skóna nýlega á hilluna og hefur aldrei þjálfað áður. Blanc nýtur aftur á móti mikillar virðingar í Frakklandi en hann var lykilmaður í liði Frakka sem vann HM 1998 og EM árið 2000. Þeir tveir sem koma þar á eftir eru Didier Deschamps, þjálfari Monaco, og Bruno Metsu sem þjálfaði landslið Senegal á HM 2002. Hann þjálfar Sameinuðu arabísku furstadæmin í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×