Sport

Ísland sigraði Noreg

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, 20 ára og yngri, sigraði Noreg 32:24 á opna Norðurlandamótinu í Handknattleik í Svíþjóð í dag. Arnór Atlason KA var markahæstur í liðinu með átta mörk og á eftir kom Jóhann Gunnarsson með fimm mörk. Á sama móti vann 19 ára landslið kvenna Austurríki 22:12 í sínum riðli á Norðurlandamótinu. Þetta voru fyrstu leikir íslensku liðanna í Svíþjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×