Sport

Andrade klár í slaginn

Portúgalski varnarmaðurinn Jorge Andrade hefur jafnað sig af ökklameiðslum sem hann hlaut gegn Englendingum og mun spila undanúrslitaleikinn gegn Hollendingum á miðvikudag. "Ökklinn er orðinn miklu betri og það má mikið gerast ef ég spila ekki gegn Hollendingum," sagði Andrade á blaðamannafundi í dag. "Annars snýst ekki allt um mig því ég á ekki einn að stoppa Van Nistelrooy. Það er allt liðið sem hefur það hlutverk en það þarf líka að stoppa fleiri leikmenn enda eru Hollendingar með frábært lið." Það er einnig að frétta af Portúgölum að Luis Figo verður í leikmannahópnum gegn Hollandi en ekki er ljóst hvort hann verði í byrjunarliðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×