Sport

Enska reglan gildir ekki á Íslandi

Vegna fjölda fyrirspurna vildi skrifstofa KSÍ koma á framfæri reglum um hlutgengi leikmanna í bikarkeppninni en það gilda ekki sömu reglur og oft gilda erlendis um að leikmaður megi bara spila með einu liði í bikarnum. Á heimasíðu KSÍ kemur eftirfarandi yfirlýsing fram: "Leikmanni sem leikur með félagi A í bikarkeppni og hefur síðan félagaskipti í félag B er heimilt að leika með nýja félaginu í bikarkeppninni. Ekkert í mótareglum eða félagaskiptareglum bannar slíkt.  Dæmi um hið gagnstæða má finna á Englandi, þar sem leikmaður getur aðeins leikið með einu félagi í bikarkeppninni (á ensku: Cup-tied). Þetta á ekki við hér á landi". 16-liða úrslitin í VISA-bikar karla hefjast með sex leikjum á morgun, einn leikur fer síðan fram á laugardag og einn á mánudag. Af liðunum sextán eru níu úr Landsbankadeild, fimm úr 1. deild, eitt úr 2. deild og eitt úr 3. deild. Bikarmeistarar Skagamanna eru eina liðið úr Landsbankadeild karla sem komst ekki í 16 liða úrslitin en þeir voru aðeins aðrir bikarmeistararnir frá upphafi til að detta út í 32 liða úrslitum. Hinir voru Keflvíkingar árið 1998 en úrvalsdeildarliðin hafa komið inn í 32 liða úrslitin frá og með árinu 1994.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×