Sport

Minna á meistarana frá 1976

Fyrrum þjálfari tékkneska landsliðsins, Jozef Venglos, segir að núverandi landslið sem mætir Grikkjum í undanúrslitum Evrópukeppninnar í kvöld, minni sig mikið á Evrópumeistaralið Tékka frá 1976 en Venglos kom einmitt við sögu í því liði sem aðstoðarþjálfari liðsins. Hann tók seinna sjálfur við landsliðinu. Venglos er Slóvaki en hann vann náið með þjálfaranum Vaclav Jezek þegar Tékkar unnu Þjóðverja í vítakeppni fyrir 28 árum. "Þetta tékkeska lið minnir mig á meistaraliðið frá því árið 1976. Liðin eru byggð upp á svipaðan hátt og spila samskonar fótbolta þar sem liðsheildin er þeirra sterkasti kostur," sagði Venglos, sem gerir lítið úr öfund Slóvaka út í fyrrum félaga þeirra í Tékkóslóvakíu en löndin vour aðskilin fyrir um tíu árum, 1993. Átta leikmanna Evrópumeistaranna frá 1976 komu frá slóvaska hluta landsins. "Ég er viss um að allir Slóvakar haldi með Tékkum og voni að þeim gangi vel. Við eigum samleið í sögunni undir merkjum Tékkóslóvakíu og nú eru þjóðirnar saman hlið við hlíð í Evrópusambandinu," sagði Venglos.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×