Sport

Perez svarar Beckham fullum hálsi

Florentino Perez, forseti Real Madrid, ætlar ekki að láta David Beckham ganga yfir sig á skítugum skónum en Beckham sagði að ástæða þess að hann hefði ekki verið upp á sitt besta á EM væri sú að það væri ekki æft nógu mikið hjá Real. "Við skiljum áhyggjur þínar David," sagði Perez í viðtali í dag. "Við erum sammála því að það var ekki æft nógu mikið. En hver var það sem æfði ekkert í jólafríinu og hver er það sem flýgur alltaf til Englands þegar hann er beðinn um að hvíla sig?" Perez bætti síðan við að bragarbót yrði gerð á æfingum félagsins næsta vetur en sagði að Beckham yrði enn fremur að vera ábyrgari og passa betur upp á sjálfan sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×