Sport

Þetta var ekki gult spjald

Forráðamenn tékkneska landsliðsins hafa biðlað til UEFA um að endurskoða gula spjaldið sem fyrirliði þeirra, Pavel Nedved, fékk að líta í 3-0 sigri Tékka á Dönum í átta liða úrslitunum. Tékkar vilja meina að Daninn Jesper Grönkjær hafi látið sig falla og fiskað þannig gult spjald á Nedved. Gula spjaldið setur Nedved í hættu fyrir úrslitaleikinn, komist Tékkar þangað, því fái þessi snjalli leikmaður gult spjald annað kvöld gegn Grikkjum þá verður hann í banni í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það er búist við því að UEFA taki athugasemd Tékka fyrir á fundi sínum í kvöld. Nedved hefur leikið sama leik og Grönkjær á mótinu því hann fiskaði annað gult spjald á Hollendinginn Johnny Heitinga í leik liðanna í riðlakeppninni. Staðan var þá 2-2 en Tékkar skoruðu sigurmarkið á þeim 15 mínútum sem þeir spiluðu manni fleiri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×