Fleiri fréttir

Björguðu dádýri í sjálfheldu

Þrír menn komu dádýri til bjargar eftir að það lenti í sjálfheldu á ísilögðu stöðuvatni í Kanada. Þeim tókst að útbúa beisli og draga svo dýrið meðfram ísnum og koma því á land.

Eftirskjálftar í Christchurch

Tugir slösuðust í tveimur snörpum skjálftum sem riðu yfir nýsjálensku borgina Christchurch í nótt. Skjálftarnir voru báðir um 5.8 stig. Ekki er vitað þess að einhver hafi látist í skjálftunum.

30 látnir eftir sjálfsmorðsárásir í Sýrlandi

Tvær sjálfsmorðssprengingar áttu sér stað í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Samkvæmt opinberum fjölmiðlum þar í landi hafa rúmlega 30 manns látið lífið og enn fleiri eru slasaðir. Talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda hafi staðið að baki sprengjuárásinni.

Steve Jobs fær Grammy

Steve Jobs verður heiðraður á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á næsta ári. Aðstandendur hátíðarinnar vilja heiðra Jobs fyrir framlag hans til tónlistar.

Sprengjuárás í Damaskus

Tvær sprengingar áttu sér stað í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Opinberir fjölmiðlar í landinu greindu frá því að liðsmenn al-Qaeda hefðu sprengt tvær bílasprengjur í vesturhluta borgarinnar. Andspyrnuhópar í Sýrlandi eru þó á öðru máli og segja stjórnvöld í landinu hafa skipulagt sprengingarnar til að hafa áhrif á sendinefnd Arababandalagsins sem nýlega kom til landsins.

Kínverskur aðgerðasinni dæmdur í níu ára fangelsi

Dómstóll í Kína hefur dæmt aðgerðasinna þar í landi í níu ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um niðurrifsstarfsemi og að hvetja Kínverja til að steypa kommúnistastjórninni af stóli. Dómurinn er sá þyngsti sem fallið hefur síðan stjórnvöld í Kína hófu herferð til að koma í veg fyrir uppreisn í anda þeirra sem sprottið hafa upp í Austurlöndum nær.

Segir al-Maliki bera ábyrgð á óöldinni

Varaforseti Íraks, Tariq al-Hashemi, segir að forsætisráðherrann Nouri al-Maliki beri ábyrgð á ofbeldisöldunni sem ríður nú yfir landið. Tugir manna létu lífið í sprengjuárásum í gær og flestar beindust árásirnar að Sjía múslimum.

Finnar rugluðust á eldflaugum og flugeldum

Leyndardómurinn um hergögnin í dularfullu flutningaskipi í finnskri höfn hefur verið leystur. Um þýðingarvilu var að ræða. Patriot loftvarnaflaugarnar og sprengiefnið sem finnsk hafnaryfirvöld fundu um borð í flutningaskipinu MS Thor Liberty sem var á leið til Suður-Kóreu og Kína var löglegur farmur eftir allt saman. Farmurinn kom yfirvöldum í finnsku hafnarborginni Kotka á óvart enda var illa um hann búið til slíkrar sjóferðar.

Tveir snarpir skjálftar í Christchurch

Tveir snarpir jarðskjálftar riðu yfir Nýsjálensku borgina Christchurch í nótt. Báðir mældust þeir um 5,8 stig, sá fyrri kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og sá seinni áttatíu mínútum síðar. Vitað er til að einn hafi slasast en fregnir af stórfelldu tjóni hafa ekki borist. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir frá því stór hluti borgarinnar var lagður í rúst í jarðskjálfta en þá fórust um 180 manns. Jarðskjálftarnir áttu báðir upptök sín tæpa 30 kílómetra utan við borgina.

Tyrknesk stjórnvöld mótmæla banninu

Franska þingið bannar fólki að neita því að fjöldamorð Tyrkja á Armenum fyrir nærri hundrað árum hafi í reynd verið þjóðarmorð. Tyrknesk stjórnvöld bregðast ókvæða við og hafa kallað sendiherra sinn heim frá Frakklandi.

Hefði aldrei átt að fara til Íraks

Verjendur Bradley Manning, hermannsins sem sakaður er um að hafa lekið ógrynni leyniskjala til Wikileaks, kölluðu aðeins tvö vitni fyrir í undirbúningsdómþingi, sem lauk í gær.

Hamas gengur til liðs við PLO

Hamas-samtökin ætla að ganga til liðs við PLO, regnhlífarsamtökin sem í tuttugu ár hafa notið alþjóðlegrar viðurkenningar sem réttmætur málsvari Palestínumanna.

Fyrsta nýja eindin fundin

Vísindamenn við öreindahraðal Evrópsku kjarnorkurannsóknastofnunarinnar (CERN) hafa gert fyrstu nýju uppgötvunina með hraðlinum sem opnaður var árið 2009. Staðfest hefur verið að ný öreind hefur greinst í hraðlinum en til að uppgötvun sé staðfest þarf hún að uppfylla mjög ströng skilyrði.

Siku vekur lukku í Danmörku

Ísbjarnarhúnn að nafni Siku er nýjasti meðlimur dýralífsgarðsins í Danmörku. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann nú þegar sigrað hjörtu internetnotenda víðsvegar um heim.

Krabbamein í gjafalíffærum

Tæplega fimmtug kona lést í Danmörku í síðasta mánuði af völdum illvígs krabbameins eftir að hafa gengist undir lungnaígræðslu á Rigshospitalet.

Varð fyrir eigin bíl og lét lífið

Ríflega áttræður maður lét lífið í gærmorgun þegar hann varð fyrir eigin bifreið. Atvikið átti sér stað í bænum Korsör á Sjálandi.

Froskur slær í gegn á netinu

Tæknin er orðin svo mikil nú til dags að meira að segja dýrin eru orðin ringluð. Það sannar sig í meðfylgjandi myndbandi en þar er froskur sem heldur að hann sé að borða pöddur. Pöddurnar eru þó ekki til í alvöru, heldur eru þær hluti af leik í farsíma. Hann gefst þó upp að lokum og ræðst á eiganda sinn. Sjón er sögu ríkari.

Járnkúla féll af himnum ofan í Namibíu

Stór járnkúla féll af himnum ofan í Namibíu fyrir stuttu. Yfirvöld höfðu samband við Geimferðastofnun Bandaríkjanna og Geimvísindastofnun Evrópu.

Vann Lamborghini og ók í gegnum girðingu

Vörubílstjóri í Bandaríkjunum vann spánýjan Lamborghini í happdrætti. Hann fór með fjölskylduna í bílferð stuttu seinna og tókst að aka bílnum í gegnum girðingu. Hann ætlar að selja bílinn.

Dýrkaði Michael Jordan og spilaði tölvuleiki

Nýskipaður leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un, var arfaslakur nemandi. Hann stundaði nám í Sviss en hætti án þess að taka eitt einasta próf. Hann eyddi tíma sínum í að horfa á körfubolta og spila tölvuleiki.

Obama keypti jólagjafir ásamt hundinum Bo - myndir

Þegar forsetafrú Bandaríkjanna fór í sína árlegu ferð til Hawaii ákvað Barack Obama að nýta tækifærið og kaupa inn fyrir jólin. Hann skrapp út í búð ásamt hundinum Bo og nokkrum lífvörðum.

Google Maps vísar leiðina til Mordor

Tolkien aðdáendur sem þrá að komast frá Héraðinu til Mordor er velkomið að biðja um leiðbeiningar í Google Maps. Forritið hefur þó áríðandi skilaboð til þeirra sem höfðu hugsað sér að rölta þangað.

Boðar ný gögn í Lockerbie málinu

Maðurinn sem dæmdur var fyrir að sprengja vél Pan Am flugfélagsins yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988 boðaði í morgun að ný gögn myndu koma fram í málinu sem gætu hreinsað nafn hans.

Sögulegur "fyrsti koss"

Lesbískt par í sjóher Bandaríkjanna braut blað í réttindabaráttu samkynhneigðra í gær. Ákveðið var að parið myndi heiðra rótgróna hefð á herskipum sjóhersins og það fyrir framan myndavélarnar.

Mikið mengunarslys í uppsiglingu í Nígeríu

Gríðarlegt mengunarslys virðist í uppsiglingu undan ströndum Nígeríu. Óhapp átti sér stað þegar verið var að dæla olíu af borpalli Royal Dutch Shell og yfir í tankskip. Borpallinum hefur nú verið lokað en mikið magn olíu fór í sjóinn. Olían hefur nú dreift úr sér um 100 sjómílna langt svæði og búast yfirvöld í Nígeríu við því að olían nái að ströndum landsins í dag. Líklegt þykir að slysið sé það versta við strendur Nígeríu í áratug.

Að minnsta kosti 63 fórust í Bagdad

Nú er komið í ljós að 63 létust hið minnsta og 183 eru særðir eftir röð sprengjuárása í Bagdad í Írak í morgun. Að minnsta kosti fjórtán sprengjur sprungu víðsvegar um borgina að sögn yfirvalda.

Náttúruundur fylgdu fráfalli Kim Jong-il

Enn syrgja íbúar Norður-Kóreu en nú eru þrír dagar liðnir síðan tilkynnt var um fráfall Kim Jong-il, einræðisherra og andlegs leiðtoga kjarnorkuveldisins. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa nú birt ótrúlegar lýsingar á náttúrufyrirbærum sem áttu sér stað þegar leiðtoginn féll frá.

Amagermaðurinn í lífstíðarfangelsi

Marcel Lychau Hansen, 46 ára gamall karlmaður sem danskir fjölmiðlar kalla Amagermanninn, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun fyrir tvö morð og fjölmargar nauðganir. Þegar Jacob Scherfig, aðaldómari í málinu, las upp dóminn var klappað í réttarsalnum. Á meðal þeirra sem voru samankomnir í réttarsalnum voru nokkrir þeirra sem hinn dæmdi hafði ráðist á. Það var undirréttur í Kaupmannahöfn sem kvað upp dóminn.

Staðfesta sakhæfismatið á Breivik

Nefnd réttargeðlækna, sem hafði það hlutverk að yfirfara geðlæknismatið á Anders Breivik fjöldamorðingja, gerir engar efnislegar athugasemdir við við matið. Áður höfðu réttargeðlæknar, sem töluðu við Breivik og mátu sakhæfi hans, komist að þeirri niðurstöðu að hann væri ósakhæfur sökum geðveiki.

Óskarinn fyrir Citizen Kane fór á hundrað milljónir

Óskarsverðlaunastyttan sem Orson Welles fékk fyrir að skrifa handritið að kvikmyndinni Citizen Kane árið 1941 seldist á uppboði í Kalíforníu í gær á 850 þúsund dollara eða rúmar hundrað milljónir króna.

Finnar kyrrsetja skip: Patriot flaugar merktar sem flugeldar

Hafnaryfirvöld í finnsku borginni Kotka hafa stöðvað för flutningaskips sem siglir undir fána eyjarinnar Manar. Skipið var á leið til Kína en um borð fundust bandarískar Patriot eldflaugar og öflugt sprengjuefni. Innanríkisráðherra Finnlands segir að í farmskrá hafi eldflaugarnar, sem eru af fullkominni gerð, verið skráðar sem flugeldar. Skipið, sem heitir MS Thor Liberty, var að koma frá Þýskalandi.

Mannskæðar árásir í Írak

Að minnsta kosti átján létust og fimmtán eru særðir eftir röð sprengjuárása í Bagdad í Írak í morgun. Tvær vegasprengjur sprungu í einu héraðinu á meðan bílsprengja olli usla í öðru. Árásir af þessu tagi eru enn algengar í Írak þótt dregið hafi töluvert úr ofbeldinu þar í landi síðustu misserin.

Eftirlitsmenn Arababandalagsins til Sýrlands

Sérskipaðir eftirlitsmenn frá Arababandalaginu kom líklegast til Sýrlands í dag en þeim er falið að fylgjast með þróun mála í landinu og er vonast til að vera þeirra þar dragi úr átökunum sem þar hafa geisað síðustu mánuði.

Evrópuríki mega rukka

Evrópudómstóllinn hefur hafnað rökum bandarískra og kanadískra flugfélaga, sem kærðu evrópsk stjórnvöld fyrir að leggja kolefnisgjald á flug til Evrópu.

Hvatt til neyðarfundar hjá SÞ

Sýrlenskir stjórnarandstæðingar hvetja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að koma saman til neyðarfundar vegna blóðbaðsins í Sýrlandi, sem sagt er hafa náð nýjum hæðum á allra síðustu dögum.

Íraksstjórn vill fá Hashemi afhentan

Spenna milli þjóðernishópanna þriggja í Írak magnast á ný, strax og Bandaríkjaher yfirgefur landið. Forsætisráðherrann, sem er sjía-múslimi, krefst þess að kúrdar láti af hendi aðstoðarforsætisráðherrann, sem er súnní-múslimi.

Á að vinna gegn kreppunni

Seðlabanki Evrópusambandsins skrúfaði í gær frá lánakrönum sínum og útvegaði 523 evrópskum bönkum lán upp á samtals 489,2 milljarða evra, í von um að geta með þessu liðkað verulega fyrir viðskiptum á evrusvæðinu. Þessi fjárhæð samsvarar 78.000 milljörðum króna.

Gefa von um líf úti í geimnum

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið tvær reikistjörnur utan okkar sólkerfis sem eru svipaðar Jörðinni að stærð. Þetta er í fyrsta sinn sem plánetur af slíkri stærð finnast og gefa von um að líf sé að finna á fjarlægum hnöttum.

Sjá næstu 50 fréttir