Erlent

Siku vekur lukku í Danmörku

Ísbjarnarhúnn að nafni Siku er nýjasti meðlimur dýralífsgarðsins í Danmörku. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann nú þegar sigrað hjörtu internetnotenda víðsvegar um heim.

Tegund Siku er í bráðri lífshættu og það var því mikið áfall þegar móðir hans gat ekki annast hann. Þrír gæslumenn í garðinum tóku hann því að sér og munu ala hann upp næsta árið. Siku þarfnast stöðugrar aðstoðar og er því um fullt starf að ræða hjá gæslumönnunum.

Nafnið Siku þýðir á grænlensku Hafís.

Vinsældir Siku minna nokkuð á ísbjörninn Knút sem vann sér inn frægðar í dýragarðinum í Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×