Erlent

Rangárþing ytra og Dettifoss á hvíta tjaldinu

Fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni Prometheus hefur verið opinberað. Ridley Scott leikstýrir myndinni en hún var að hluta til tekin upp á Íslandi.

Um 200 manns á vegum framleiðslufyrirtækis leikstjórans var á Íslandi í júlí á þessu ári. Tökur fóru fram við Dettifoss og í Rangárþingi ytra en þar fékk Scott leyfi til sprenginga. Það var íslenska fyrirtækið True North sem aðstoðaði tökulið kvikmyndarinnar hér á landi.

Prometheus hefur verið beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. Lítið hefur verið vitað um efnistök kvikmyndarinnar en þó var ljóst að um vísindaskáldskap var að ræða. Scott er ekki ókunnugur greininni en hann leikstýrði myndunum Alien og Blade Runner - báðar eru sagðar hafa markað tímamót í greininni.

Þau Noomi Rapace, Charlize Theron og Michael Fassbender eru í aðalhlutverkum í kvikmyndinni.

Prometheus verður frumsýnd í júní á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×