Erlent

Sögulegur "fyrsti koss"

Fyrsti koss Marissu og Citlalic.
Fyrsti koss Marissu og Citlalic. mynd/AP
Lesbískt par í sjóher Bandaríkjanna braut blað í réttindabaráttu samkynhneigðra í gær. Ákveðið var að parið myndi heiðra rótgróna hefð á herskipum sjóhersins og það fyrir framan myndavélarnar.

Þegar herskip í sjóher Bandaríkjanna leggja að höfn er hefð fyrir því að einn af dátum þess hlaupi að sinni nánustu og smelli á hana rembingskossi. Er þetta gert í viðurvist hermannanna og ástvina þeirra sem bíða í landi. Kossinn er yfirleitt ljósmyndaður.

Undirliðsforinginn Marissa Gaeta var valin til að kyssa unnustu sína, Citlalic Snell. Kossinn var sögulegur því þetta var í fyrsta sinn sem lesbískt par fær að halda uppi hefðinni um fyrsta kossinn síðan samkynhneigðum var loks leyft að opinbera kynhneigð sína í bandaríska hernum.

Marissa og unnusta hennar, Citlalic Snell, eru báðar undirliðsforingjar í bandaríska sjóhernum. Þær kynntust í æfingarbúðum sjóhersins urðu ástfangnar um leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×