Erlent

Boðar ný gögn í Lockerbie málinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Abdel Baset al-Megrahi, annar frá vinstri, boðar ný gögn í málinu.
Abdel Baset al-Megrahi, annar frá vinstri, boðar ný gögn í málinu. mynd/ afp.
Maðurinn sem dæmdur var fyrir að sprengja vél Pan Am flugfélagsins yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988 boðaði í morgun að ný gögn myndu koma fram í málinu sem gætu hreinsað nafn hans.

Maðurinn, sem heitir Abdel Baset al-Megrahi, var dæmdur árið 2001 fyrir árásina, sem varð 270 manns að bana. Flestir hinna látnu voru Bandaríkjameen. Maðurinn var látinn laus úr fangelsi í ágúst árið 2009 af mannúðarástæðum. Læknar höfðu þá metið stöðuna þannig að hann ætti einungis þrjá mánuði ólifaða. Hann lifir enn, en segist vera dauðvona.

Í viðtali sem birtist í nokkrum breskum fjölmiðlum i morgun sagðist al Megrahi vinna að skrifum nýrrar bókar þar sem hann segir að muni koma fram ný gögn sem sýni fram á sakleysi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×