Erlent

Tveir snarpir skjálftar í Christchurch

Tveir snarpir jarðskjálftar riðu yfir Nýsjálensku borgina Christchurch í nótt. Báðir mældust þeir um 5,8 stig, sá fyrri kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og sá seinni áttatíu mínútum síðar. Vitað er til að einn hafi slasast en fregnir af stórfelldu tjóni hafa ekki borist. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir frá því stór hluti borgarinnar var lagður í rúst í jarðskjálfta en þá fórust um 180 manns. Jarðskjálftarnir áttu báðir upptök sín tæpa 30 kílómetra utan við borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×