Erlent

Járnkúla féll af himnum ofan í Namibíu

Járnkúlan virðist vera samsett úr tveimur kúptum járnplötum og hefur grófa áferð.
Járnkúlan virðist vera samsett úr tveimur kúptum járnplötum og hefur grófa áferð. mynd/AFP
Stór járnkúla féll af himnum ofan í Namibíu fyrir stuttu. Yfirvöld höfðu samband við Geimferðastofnun Bandaríkjanna og Geimvísindastofnun Evrópu.

Samkvæmt yfirvöldum í Namibíu er ekki talið að kúlan sé sprengja. Hún er hol er þverskurður hennar tæpir 110 sentímetrar. Þyngd hennar er rúmlega 6 kílógrömm.

Kúlan fannst 18 metrum frá lendingarstað sínum og skildi eftir sig 30 sentímetra djúpa holu.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem kúlur sem þessar falla af himnum ofan. Talið er að svipaðar kúlur hafi fundist í suður-Afríku, Ástralíu og Suður-Ameríku á síðustu 20 árum.

Yfirvöld í Namibíu bíða nú þess að rannsóknarteymi frá NASA skoði kúluna því mögulega er hún geimrusl sem féll til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×