Erlent

Hvatt til neyðarfundar hjá SÞ

Sýna stuðning við Assad Meðan stjórnarandstæðingar eiga í átökum við liðsmenn Assads forseta koma stuðningsmenn hans saman í Damaskus.Fréttablaðið/AP
Sýna stuðning við Assad Meðan stjórnarandstæðingar eiga í átökum við liðsmenn Assads forseta koma stuðningsmenn hans saman í Damaskus.Fréttablaðið/AP
Sýrlenskir stjórnarandstæðingar hvetja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að koma saman til neyðarfundar vegna blóðbaðsins í Sýrlandi, sem sagt er hafa náð nýjum hæðum á allra síðustu dögum.

Stjórnarherinn er sagður hafa myrt yfir hundrað manns í gær og álíka marga daginn áður í þorpinu Kfar Owaid, sem er í fjallahéruðunum skammt frá landamærum Tyrklands.

„Þetta voru skipulögð fjöldamorð,“ sagði Rami Abdul-Rahman, yfirmaður sýrlenskra mannréttindasamtaka í Bretlandi. „Hermennirnir umkringdu fólk og drápu það.“

Árásir á þorpið hófust á laugardag, en töluvert hefur verið um átök stjórnarliða og uppreisnarmanna á þessum slóðum undanfarið. Átökin í landinu hafa harðnað mjög síðustu vikur og meðal annars hafa fjölmargir hermenn gerst liðhlaupar og gengið til liðs við uppreisnarmenn.

Á mánudag féllst Bashir al-Assad Sýrlandsforseti á kröfur Arababandalagsins um að fá að senda eftirlitsmenn til landsins.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×