Erlent

Segir al-Maliki bera ábyrgð á óöldinni

Varaforseti Íraks, Tariq al-Hashemi, segir að forsætisráðherrann Nouri al-Maliki beri ábyrgð á ofbeldisöldunni sem ríður nú yfir landið. Tugir manna létu lífið í sprengjuárásum í gær og flestar beindust árásirnar að Sjía múslimum.

Varaforsetinn sem er súnní múslimi hefur verið sakaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk og er hann nú í felum í Kúrdahéruðum landsins. Hann segir að forsætisráðherrann, sem er sjíti, ætti að beina kröftum sínum að öryggi landsmanna í staðinn fyrir að vera að eltast við stjórnmálamenn sem elski föðurland sitt. Líklegast er talið að Al Kaída hafi skipulagt árásirnar, en samtökin eru súnní trúar, líkt og varaforsetinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×