Erlent

Að minnsta kosti 63 fórust í Bagdad

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Mynd/AP
Nú er komið í ljós að 63 létust hið minnsta og 183 eru særðir eftir röð sprengjuárása í Bagdad í Írak í morgun. Að minnsta kosti fjórtán sprengjur sprungu víðsvegar um borgina að sögn yfirvalda.

Viðlíka árásir og gerðar voru í morgun hafa ekki sést í landinu í marga mánuði. Þær koma á slæmum tíma fyrir ríkisstjórn landsins en innan hennar logar nú allt í átökum, þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi nýlega lýst því yfir að stríðinu sé formlega lokið. Forseti landsins, Nouri al Maliki, hefur gefið út handtökuskipun á hendur varaforsetanum, Tari al -Hashemi og sakar hann um aðild að hryðjuverkum.

Varaforsetinn ásakar forsetann á móti um einræðistilburði og hefur flúið til íraska hluta Kúrdistan þar sem hann nýtur verndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×