Erlent

Hamas gengur til liðs við PLO

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, ásamt Khaled Meshaal, leiðtoga Hamas-samtakanna.
nordicphotos/AFP
Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, ásamt Khaled Meshaal, leiðtoga Hamas-samtakanna. nordicphotos/AFP
Hamas-samtökin ætla að ganga til liðs við PLO, regnhlífarsamtökin sem í tuttugu ár hafa notið alþjóðlegrar viðurkenningar sem réttmætur málsvari Palestínumanna.

Leiðtogar Hamas og Fatah, tveggja helstu samtaka Palestínumanna, náðu samkomulagi um þetta í Kaíró í gær. Með þessu styrkja þeir sættir samtakanna, sem samkomulag tókst um í haust. Enn vantar þó ýmislegt upp á að því samkomulagi verði hrint í framkvæmd. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×