Erlent

Varð fyrir eigin bíl og lét lífið

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Ríflega áttræður maður lét lífið í gærmorgun þegar hann varð fyrir eigin bifreið. Atvikið átti sér stað í bænum Korsör á Sjálandi.

Fram kemur í dönskum miðlum að maðurinn bakkaði út úr bílskúr sínum, sem er í kjallarahæð, og upp innkeyrsluna.

Þegar upp var komið steig hann út úr bílnum til að loka bílskúrshurðinni, en ekki vildi betur til en svo að bíllinn rann af stað og maðurinn varð undir bílnum.

Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×