Erlent

Mannskæðar árásir í Írak

Mynd/AP
Að minnsta kosti átján létust og fimmtán eru særðir eftir röð sprengjuárása í Bagdad í Írak í morgun. Tvær vegasprengjur sprungu í einu héraðinu á meðan bílsprengja olli usla í öðru. Árásir af þessu tagi eru enn algengar í Írak þótt dregið hafi töluvert úr ofbeldinu þar í landi síðustu misserin.

Þær koma á slæmum tíma fyrir ríkisstjórn landsins en innan hennar logar nú allt í átökum. Forseti landsins, Nouri al Maliki, hefur gefið út handtökuskipun á hendur varaforsetanum, Tari al -Hashemi og sakar hann um aðild að hryðjuverkum. Varaforsetinn ásakar forsetann á móti um einræðistilburði og hefur flúið til íraska hluta Kúrdistan þar sem hann nýtur verndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×