Erlent

Gervitunglamyndir varpa ljósi á daglegt líf í Norður-Kóreu

Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu. mynd/AFP
Bandaríska fyrirtækið IHS Jane's hefur birt gervitunglamyndir sem teknar voru af helstu kennileitum Norður-Kóreu og höfuðborgarinnar Pyongyang.

Talsmaður fyrirtækisins segir myndirnar vera stórmerkilegar og að þær varpi nýju ljósi á eitt leynilegasta ríki veraldar.

Á myndunum má sjá samkomu Norður-Kóreska hersins þar sem hermenn mynda gríðarstórann fugl til heiðurs fyrrverandi leiðtoga landsins, Kim Jong-il. Önnur mynd sýnir gríðarlegt magn þurrkaðs korns sem raðað hefur verið í kringum kjarnorkurannsóknarstöðina Yongbyong.

Ein myndin sýnir svo risavaxið strútabú sem Kim Jong-il lét reisa til að stemma stigum við miklum matarskorti í landinu. Sú tilraun misheppnaðist algjörlega og er strútabúið nú vinsæll ferðamannastaður í Norður-Kóreu. Orðrómur er um að strútarnir gangi í prjónuðum vestum á veturna og að kjötið af þeim sé aðeins til hátíðarbrigða.

Hægt er að sjá myndirnar á vefsíðu The Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×