Erlent

Obama keypti jólagjafir ásamt hundinum Bo - myndir

Obama sagðist vera afar lélegur í tölvuveiknum Just Dance.
Obama sagðist vera afar lélegur í tölvuveiknum Just Dance. mynd/AP
Þegar forsetafrú Bandaríkjanna fór í sína árlegu ferð til Hawaii ákvað Barack Obama að nýta tækifærið og kaupa inn fyrir jólin. Hann skrapp út í búð ásamt hundinum Bo og nokkrum lífvörðum.

Obama mun ferðast til Hawaii í næstu viku og hitta fjölskyldu sína þar. Ferðin hefur verið harðlega gagnrýnd en heildarkostnaður hennar er um 4 milljónir dollara - allt greitt af skattgreiðendum.

Forsetinn ákvað að klára jólainnkaupin á meðan fjölskyldan var ekki í bænum og verslaði gjafir handa dætrum sínum í Best Buy. Hann ákvað síðan að fjárfesta í beini fyrir forsetakvuttann og kom við í búðinni PetSmart.

Bo lék sér við lítinn púðluhund á meðan Obama leitaði að beininu.

Næst á dagskrá voru jólagjafir handa forsetadætrunum, þeim Malia og Sasha. Hann keypti tölvuleikina Sims 3: Pets og Just Dance 3.

Obama greiddi með kreditkorti og hafði orð á því að það yrði heldur vandræðalegt ef ekki væri heimild á kortinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×