Erlent

Mikið mengunarslys í uppsiglingu í Nígeríu

Nordicphotos/Getty
Gríðarlegt mengunarslys virðist í uppsiglingu undan ströndum Nígeríu. Óhapp átti sér stað þegar verið var að dæla olíu af borpalli Royal Dutch Shell og yfir í tankskip. Borpallinum hefur nú verið lokað en mikið magn olíu fór í sjóinn. Olían hefur nú dreift úr sér um 100 sjómílna langt svæði og búast yfirvöld í Nígeríu við því að olían nái að ströndum landsins í dag. Líklegt þykir að slysið sé það versta við strendur Nígeríu í áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×