Erlent

Gefa von um líf úti í geimnum

Svipaðar að stærð Vísindamenn hafa uppgötvað tvær reikistjörnur að svipaðri stærð og jörðin. Þær sjást hér í samanburði við Jörðina og Venus.Fréttablaðið/AP
Svipaðar að stærð Vísindamenn hafa uppgötvað tvær reikistjörnur að svipaðri stærð og jörðin. Þær sjást hér í samanburði við Jörðina og Venus.Fréttablaðið/AP
Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið tvær reikistjörnur utan okkar sólkerfis sem eru svipaðar Jörðinni að stærð. Þetta er í fyrsta sinn sem plánetur af slíkri stærð finnast og gefa von um að líf sé að finna á fjarlægum hnöttum.

Keplerssjónauki NASA kom auga á pláneturnar tvær, sem eru í um 1.000 ljósára fjarlægð og virðast vera úr bergi, en ekki gastegundum og vökva.Þær eru of heitar til að líf geti þrifist þar, eða um 400 gráður og 750 gráður, en gefa hins vegar góðar vonir um áframhaldandi uppgötvanir.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×