Erlent

Vann Lamborghini og ók í gegnum girðingu

Dopp ásamt dætrum og nýja bílnum.
Dopp ásamt dætrum og nýja bílnum. mynd/AP
Vörubílstjóri í Bandaríkjunum vann spánýjan Lamborghini í happdrætti. Hann fór með fjölskylduna í bílferð stuttu seinna og tókst að aka bílnum í gegnum girðingu. Hann ætlar að selja bílinn.

David Dopp sagði að bíllinn væri glæsilegur en því miður hefði hann ekki efni á að gera við bílinn. Að auki eru tryggingarnar gríðarlega háar. Hann sagðist frekar vilja eyða peningunum í fjölskyldu sína.

Bíllinn er af gerðinni Lamborghini Murscielago og kostar um 300.000 dollara. Dopp sagði að margir hefðu sýnt tryllitækinu áhuga.

Blessunarlega situr Dopp ekki eftir með tómar hendur. Með bílnum fylgdu nefnilega ökutímar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×