Erlent

Finnar kyrrsetja skip: Patriot flaugar merktar sem flugeldar

Mynd/AP
Hafnaryfirvöld í finnsku borginni Kotka hafa stöðvað för flutningaskips sem siglir undir fána eyjarinnar Manar. Skipið var á leið til Kína en um borð fundust bandarískar Patriot eldflaugar og öflugt sprengjuefni. Innanríkisráðherra Finnlands segir að í farmskrá hafi eldflaugarnar, sem eru af fullkominni gerð, verið skráðar sem flugeldar. Skipið, sem heitir MS Thor Liberty, var að koma frá Þýskalandi.

Eigendur þess segjast koma af fjöllum og kannast ekkert við farminn. Sænskir miðlar hafa þó greint frá því að skipið sé einnig á leið til Suður Kóreu og gæti það útskýrt eldflaugarnar, sem bandamenn Bandaríkjamanna hafa stundum fengið að nota. Um 69 flaugar er að ræða og 160 tonn af sprengiefni. Möguleiki er talinn á því að farmurinn hafi verið settur um borð fyrir mistök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×