Erlent

Eftirlitsmenn Arababandalagsins til Sýrlands

MYND/AP
Sérskipaðir eftirlitsmenn frá Arababandalaginu kom líklegast til Sýrlands í dag en þeim er falið að fylgjast með þróun mála í landinu og er vonast til að vera þeirra þar dragi úr átökunum sem þar hafa geisað síðustu mánuði.

Sameinuðu þjóðirnar telja að um fimm þúsund manns hafi látist í átökum mótmælenda og stjórnarhersins frá því mótmælin gegn sitjandi forseta Al Assad hófust í mars en mannréttindasamtök segja töluna miklu mun hærri. Eftirlitsmönnunum sem verða um 150 er ætlað að sjá til þess að ályktun Arababandalagsins um Sýrland verði fylgt eftir en þar var þess krafist að bardögum yrði hætt, að hermenn hyrfu af götunum og að mótmælendum í haldi yrði sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×