Erlent

Björguðu dádýri í sjálfheldu

Þrír menn komu dádýri til bjargar eftir að það lenti í sjálfheldu á ísilögðu stöðuvatni í Kanada. Þeim tókst að útbúa beisli og draga svo dýrið meðfram ísnum og koma því á land.

Það reyndist þó erfitt að bjarga dádýrinu. Það vildi lítið með hjálpina að gera og barðist um þegar mennirnir reyndu að koma því í beislið.

Þeim tókst loks að festa dýrið í beislið. Þeir skautuðu síðan rólega meðfram ísnum og drógu dádýrið að landi.

Tökumaðurinn þurfti reyndar að hjálpa dádýrinu síðustu metrana enda var það uppgefið eftir langa baráttu við ísinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×