Erlent

Eftirskjálftar í Christchurch

Talsverð vökvamyndum varð í jarðvegi eftir skjálftana í nótt.
Talsverð vökvamyndum varð í jarðvegi eftir skjálftana í nótt. mynd/AP
Tugir slösuðust í tveimur snörpum skjálftum sem riðu yfir nýsjálensku borgina Christchurch í nótt. Skjálftarnir voru báðir um 5.8 stig. Ekki er vitað þess að einhver hafi látist í skjálftunum.

Nokkrar byggingar urðu fyrir skemmdum en ekki hafa borist fregnir af stórfelldu tjóni. Samgöngur fóru þó úr skorðum og var flugvelli borgarinnar lokað í kjölfar skjálftanna.

Öflugir eftirskjálftar hafa fylgt skjálftunum frá því í nótt og hafa nokkrir af þeim verið stærri en 5 stig.

Tæpt ár er síðan stór hluti borgarinnar var lagður í rúst í öflugum jarðskjálfta en þá fórust um 180 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×