Erlent

Amagermaðurinn í lífstíðarfangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Marcel Lychau Hansen, 46 ára gamall karlmaður sem danskir fjölmiðlar kalla Amagermanninn, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun fyrir tvö morð og fjölmargar nauðganir. Þegar Jacob Scherfig, aðaldómari í málinu, las upp dóminn var klappað í réttarsalnum. Á meðal þeirra sem voru samankomnir í réttarsalnum voru nokkrir þeirra sem hinn dæmdi hafði ráðist á. Það var undirréttur í Kaupmannahöfn sem kvað upp dóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×