Erlent

Bandaríkjaher viðurkennir ábyrgð eftir loftárás í Afganistan

Mikil reiði var í Pakistan eftir að 24 hermenn féllu í sprengjuárás.
Mikil reiði var í Pakistan eftir að 24 hermenn féllu í sprengjuárás. mynd/AP
Bandaríski herinn viðurkennir ábyrgð sína í máli 24 pakistanskra hermanna sem féllu í aðgerðum hersins í síðasta mánuði. Mennirnir féllu í loftárás í suðurhluta Afganistan.

Í tilkynningu frá hernum kemur fram að bandarískir og afganskir hermenn hafi lent í hörðum átökum á landamærum Afganistan og Pakistan. Fyrirskipun loftárásarinnar hafi verið gerð án samráðs við pakistanska herinn og mennirnir hafi fallið eftir að sprengjurnar féllu á röng skotmörk. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna segjast harma dauðsföllin.

Stjórnvöld í Pakistan hafa ekki brugðist við tilkynningu Bandaríkjahers.

Mikil reiði hefur verið í Pakistan síðan loftárásin átti sér stað. Stjórnvöld í landinu hafa lokað landamærum sínum við Afganistan ásamt því að skerða byrgðaflutning NATO til landsins. Pakistan hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá Bandaríkjaher vegna árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×