Erlent

Fyrsta nýja eindin fundin

Öreindahraðall CERN er á landamærum Sviss og Frakklands, en hann er 27 kílómetrar að ummáli.fréttablaðið/ap
Öreindahraðall CERN er á landamærum Sviss og Frakklands, en hann er 27 kílómetrar að ummáli.fréttablaðið/ap
Vísindamenn við öreindahraðal Evrópsku kjarnorkurannsóknastofnunarinnar (CERN) hafa gert fyrstu nýju uppgötvunina með hraðlinum sem opnaður var árið 2009. Staðfest hefur verið að ný öreind hefur greinst í hraðlinum en til að uppgötvun sé staðfest þarf hún að uppfylla mjög ströng skilyrði.

Nýja öreindin hefur verið nefnd Chi_b (3P) og er hún sögð hjálpa til við skilning á því hvernig kraftar eðlisfræðinnar halda efni saman. Í öreindahraðlinum eru framkallaðir árekstrar róteinda við gríðarlega mikla orku. Við slíka árekstra geta komið fram öreindir sem hafa verið ógreinanlegar fyrir tilkomu öreindahraðalsins.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×