Erlent

Sprengjuárás í Damaskus

Fyrstu myndir sem berast frá vettvangi sprengingunnar.
Fyrstu myndir sem berast frá vettvangi sprengingunnar. mynd/AFP
Tvær sprengingar áttu sér stað í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Opinberir fjölmiðlar í landinu greindu frá því að liðsmenn al-Qaeda hefðu sprengt tvær bílasprengjur í vesturhluta borgarinnar. Andspyrnuhópar í Sýrlandi eru þó á öðru máli og segja stjórnvöld í landinu hafa skipulagt sprengingarnar til að hafa áhrif á sendinefnd Arababandalagsins sem nýlega kom til landsins.

Markmið nefndarinnar er að koma í veg fyrir áframhaldandi átök í Sýrlandi og að tryggja það að stjórnvöld framfylgi samkomulagi um að enda ofbeldi og að frelsa alla þá sem handteknir hafa verið í mótmælunum, en talið er að þeir skipti þúsundum.

Sameinuðu Þjóðirnar telja að rúmlega 5.000 manns hafi fallið í átökum andspyrnuhópa og öryggissveita síðan mótmælin hófust í mars á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×